Í viðtali við nýjasta Vogue segir leikkonan Emma Stone meðal annars frá því að hún hafi háð ævilanga baráttu við kvíðaköst (panic attacks) en Emma situr einnig fyrir framan á blaðinu.
Hún segir köstin hafa byrjað þegar hún var aðeins átta ára. Þetta heltók hana gersamlega, hún vildi ekki fara út úr húsi til þess að hitta vini sína enda skildi enginn hvað hún var að ganga í gegnum.
Með því að stíga á svið fannst henni hún loksins hafa einhvern tilgang, hún segist hafa viljað láta fólk far að hlæja, grín sé “sportið” hennar. “Fall er sama og fararheill í gríninu -það kemur og fer og þannig er það bara, það stoppar aldrei,” segir hún.
Við tökur á The Amazing Spiderman þurfti hún virkilega að fara út fyrir sitt þægindarsvið og þegar hún er spurð að því hvernig hún hafi unnið úr þeim aðstæðum segist hún hafa verið gríðarlega dugleg að baka. Ok? Jú, hún fann það út að ef hún setti deig í form þá kæmi kaka til baka – það veitti henni öryggi að vera með eitthvað á hreinu.
Já, það er greinilegt að stúlkan hefur þurft að leggja sitthvað á sig við tökur á nýsustu myndinni og verður gaman að sjá útkomuna á hvíta tjaldinu, hér að neðan má sjá myndir af Emmu úr Vogue og einnig nokkar af rauða dreglinum við frumsýningar á kvikmyndinni The Amazing Spiderman.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig