Leikkonan Emma Stone er forsíðustúlka tímaritsins Interview en kvikmynd hennar Gangster Squad sem átti að koma út í þessum mánuði hefur verið frestað fram á næsta ár.
Kvikmyndinni var frestað vegna skotárásanna sem áttu sér stað í Aurora þegar kvikmyndin Batman The Dark Knight Rises var sýnd en það er atriði í Gangster Squad sem sýnir einmitt skotárás í bíóhúsi.
Annars hafði Emma þetta að segja í viðtalinu sem var tekið við hana í tímaritinu:
Um hvern hún dýrkar sem leikara/leikkonu:
“John Candy er án efa minn uppáhalds leikari, hann getur fundið húmor á mjög dramatískum stundum.”
Um að gera “bucket list”:
“Ég hef ákveðið að gera ekki þannig lista, því síðan dey ég og einhver finnur listann og verður alveg… já hún er þessi gella, hún kláraði ekki einu sinni listann sinn.”
Um ástarsorg:
“Ég skreið og lá á gólfinu, ég man eftir því að hafa kastað upp, ég hef aldrei fundið þessa tilfinningu áður. Þetta var óraunverulegt, það var eins og einhver hefði drepið mig en ég horfði samt á það gerast – þetta var hræðilegt tímabil”.
Um fyrrverandi meðleikara sinn Ryan Gosling:
“Ég bið hann oft að skoða handrit fyrir mig, mér finnst gott að heyra hans skoðun á því vegna þess að hann er ekkert litaður af því að segja mér ósatt. Hann er bara hann sjálfur, við kynntumst einungis fyrir tveimur árum þegar við gerðum myndina “Crazy Stupid Love” en samt fannst mér eins og við hefðum alltaf þekkst – ég elska heilann á honum.”
Hér að neðan má sjá myndirnar sem voru teknar fyrir tímaritið.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig