Instagram er nýjasta eftirlætið mitt í netheimum. Mér finnst voðalega gaman að taka myndir þegar ég fer í gönguferðir með hundinn og svona hingað og þangað.
Myndirnar tek ég á iPhone símann minn góða, laga liti og áferð og birti svo beint á Instagram, og stundum líka á Facebook og Twitter.
Ég fylgist líka með öðrum iPhone eigendum á Instagram. Til dæmis Manuelu Ósk, Barack Obama, Barbietec og nýverið henni Kim Kardashian sem ég er stundum alveg rasandi bit yfir. Meiri sýniþörfin sem stelpan hefur en hvað um það. Hún tekur myndir eins og ég, stundum af því sem hún er að fara að borða eða elda, fötunum sínum og systrum sínum en þó aðallega sjálfri sér. Aftur og aftur. Fyndin týpa.
Hér fyrir neðan nokkrar myndir sem ég er búin að skoða á síðunni hennar. Ef þig langar að fylgjast með vinkonum þínum, já eða Kim Kardashian við leik og störf þarftu að setja upp reikning á Instagram og vera svo dugleg að fletta í forritinu.
Velja fólk til að fylgjast með og taka sem fjölbreyttastar myndir af því sem fyrir augu ber. Þú getur valið fólk sem eru vinir þínir á Facebook, fólk af ‘kontakt’ listanum og fólkið sem þú fylgist með í gegnum Twitter. Lestu svo HÉR hjá henni Sigrúnu um tvö trikk á Instagram.
Mjög skemmtilegt!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.