Hvað ef hún hefði ekki raunveruleikaþættina? Hvernig kona væri Kim Kardashian þá? Hvernig væri þessi fjölskylda?
Á þessum frábæru myndum sem eru vandlega unnar í Photoshop má sjá skemmtilega útgáfu af Kim Kardashian og Kayne West í ‘öðru lífi.’ Þarna væru þau þessir dæmigerðu ameríkanar, hún í ferskjulitaðri dragt með 15-20 kíló í viðbót á líkamanum og Kayne huggulegur í gráum ‘Hagkaups’ jakkafötum.
Fyrir neðan er svo mynd af mæðgunum, mamman lengst til hægri og systurnar hressar: Kim, Chloé og Kourtney.
Af þessum myndum er auðvelt að ímynda sér hversu mikil áhrif lífstíll og já – flínkir aðstoðarmenn, stílistar, einkaþjálfarar, förðunarfræðingar og lýtalæknar geta haft á útlit okkar…
Frábært!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.