Það er vinsælt í glysborginni að “frumsýna” börnin sín og berjast stóru blöðin um að fá að birta myndir af nýfæddum börnum stjarnanna.
People hafði vinninginn hjá Drew Barrymore og eiginmanni hennar Will en Drew birtist á forsíðu blaðsins ásamt litlu dömunni sinni Olive.
Drew talaði um það í blaðinu hvernig það væri að vera orðin mamma og sagði meðal annars að hún sé alltaf í hæstu hæðum, gersamlega í skýjunum yfir þessu litla kraftaverki en jafnframt að takast á við sinn mesta ótta enn sem komið er. Að halda einhverjum öðrum en sjálfum þér á lífi!
Drew segir að hún hafi verið svo taugaóstyrk fyrstu vikurnar eftir að hún fæddist að hún hafi varla sofið né borðað.
Nýbökuð móðirin hrósar manni sínum Will og segir að hann sé afar sterkur karakter sem komi úr sterkri fjölskyldu, þannig hafi hún alls engar áhyggjur af öðru en að þau verði líka sterk saman og myndi góða fjölskyldu.
Drew segist vera afar meyr þessa dagana út af litla kraftaverkinu sínu og hún þurfi stundum að halda tárunum inni hún sé svo hamingjusöm.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig