Nýja þáttaröðin af American Idol er sem stendur í tökum og byrjuðu herlegheitin í New York núna um helgina.
Dómarateymið hefur verið á margra vörum vestanhafs og margir hafa verið orðaðið (og aforðaðir) við starfið.
Nýju dómararnir eru söngkonan Mariah Carey, kántrýsöngvarinn Keith Urban, söngkonan Nicki Minaj og sjálfur Randy Jackson sem hætti, eða var rekinn og byrjaði aftur eða var ráðinn aftur.
Margar stjörnur voru orðaðar við starfið svo sem Katy Perry og Alanis Morisette.
Framleiðandi þáttanna, Simon Fuller, er himinlifandi með nýja dómarateymið og segir að stjörnukraftur “American Idol” hafi sjaldan eða aldrei verið jafnmikill og í þessari þáttaröð!
Ái! Þessi ummæli Simons hljóta að vera högg fyrir neðan beltisstað fyrir fyrrverandi dómara?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig