Ofurbeibið Demi Moore er ekki lengur á þrítugsaldri en þessi þriggja barna móðir státar samt sem áður af hrikalega flottum skrokki og er óhrædd að sýna hann.
Á föstudaginn birti hún mynd af sér á Twitter þar sem hún var ber að ofan. Reyndar sást ‘ekkert’ nema bakið á henni en engu að síður vakti þetta góða athygli vestra.
Myndin sýnir Demi snúa baki í spegilinn og taka mynd yfir öxlina á sér. Undir myndina skrifaði hún „Remember… you’ve got your own back.“ Ætli það þýði ekki að hver og einn verði að standa með sjálfum sér?
Á síðasta ári sagði hún í viðtali við Harpers Bazaar að hún elskaði að eldast og nyti líkamlegu breytinganna sem koma í kjölfarið.
„Mér líður mikið betur í eigin skinni. 100 prósent,“ sagði hún. „Það er díllinn. Þú þarft kannski að berjast aðeins meira við þyngdarlögmálið en á sama tíma hefurðu mikið meiri skilning á hver þú ert og ég myndi aldrei vilja skipta því út,“ sagði hinn ofurheppna Demi en Bíbí er viss um að hvaða kona sem er væri til í að skipta ýmsu út fyrir að fá að eldast eins og Demi… hvað þá eiga mann eins og Asthon sem er tjah, 14 árum yngri.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.