Hann varð frægur í Baywatch en breyttist svo í einhverskonar költ fyrirbæri, hann David okkar Hasselhoff.
Um þessar mundir er margt að gerast í lífi kappans, meðal annars tekur hann þátt í Celebrity Apprentice og svo var hann að trúlofa sig íðilfagurri ljósku sem er ‘aðeins’ 28 árum yngri en hann sjálfur.
Hann birti mynd á Twitter þar sem hann kraup á hnjánum fyrir framan dömuna og skrifaði við myndina „Reyndi þetta aftur á Sidney brúnni“, svo birti hann aðra mynd þar sem þau kysstust og við það stóð spurningin „Hvað haldiði að hún hafi sagt?“.
Hún hefur þegar hafnað bónorðum Hasselhoffs í þrígang.
Hayley starfaði við verksmiðjustörf í Wales áður en hún fór að vera með gamla manninum. Þau hafa nú verið saman í átta mánuði henni hefur ekkert legið á að ganga í það heilaga. „Skrítið“.
Sjálfur segir Hasselhoff þetta hafa verið ást við fyrstu sýn.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.