Knattspyrnukappinn heimsfrægi David Beckham er forsíðustrákur Esquire í september.
Beckham er mjög myndarlegur á myndunum sem fylgja viðtalinu, í skyrtu og gallabuxum, alveg slakur.
Þegar hann er spurður að því hvernig hann vilji að fólk muni eftir honum svarar hann:
“Ég vill að fólk muni eftir mér sem fótboltamanni sem vann hart að sér til að ná langt. Fótbolti er það sem ég elska og ég vona svo sannarlega að fólk minnist mín fyrir knattspyrnuhæfileika mína”.
En hvernig líður Beckham þegar hann þarf að afklæðast fyrir myndatökur?
“Það hefur verið auðveldara með árunum en það var samt sem áður pínu vandræðalegt að sjá risastórt skilti af sjálfum sér berum að ofan á stórri byggingu í New York”.
Einn vegfarandi gerðist meira að segja svo kræfur að spyrja kappann út í typpastærðina á veggspjaldinu! David fannst það frekar fyndið.
Vilhjálmur bretaprins og David eru góðir vinir og David segir að vinskapur þeirra sé afar eðlilegur. Þeir Harry séu einnig vinir og hann stríðir Vilhjálmi oft því hann heldur með Aston Villa í enska boltanum. (David lék í áraraðir með Manchester United).
“Þegar þú lest viðtal við mig þá færðu það sem það sem þú sérð -þetta er ég og ég mun ekkert breyta sjálfum mér,” segir David einnig í viðtalinu við Esquire.
“Ok, ég geng kannski ekki um á nærbuxunum einum sér alla daga en reyni samt sem áður að vera samkvæmur sjálfum mér og fel ekkert-enda er ekkert að fela”
Já, kryddpían Victoria má teljast afar heppin að hafa svona góðan mann sér við hlið!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig