Leikkonan Claire Danes sló í gegn í þáttunum My So Called Life fyrir nokkuð mörgum árum en núna leikur hún aðalhlutverk í nýrri þáttaröð sem nefninst Homeland.
Frú Danes er í viðtali við breska GQ í september og ræðir hún meðal annars þættina og ástina.
Homeland eru teknir upp í North Carolina og er hún lengi í burtu frá eiginmanni sínum Hugh Dancy meðan á tökum stendur. Hún segir að það sé alveg hrikalegt að vera svona lengi í burtu frá honum í einu. Þau séu búin að vera gift í sjö ár en fjarlægðin geri fjöllin blá og þau ennþá afar skotin í hvort öðru.
Um karakterinn sinn í Homeland þáttunum segir hún:
“Hún er eins og mitt eigið “kinký” súperhetju alter egó. Þó hún sé afar klikkuð og rugluð hefur hún alltaf rétt fyrir sér, sem er gott því ég hef afar sjaldan rétt fyrir mér”.
Claire hafnaði aðalhlutverkinu í Titanic á sínum tíma. Þegar hún er spurð hvers vegna hún gerði það svaraði hún:
“Ég var nýbúin að gera rómantíska stórmynd með Leonardo (Romeo and Juliet), þannig að gera aðra rómantíska mynd með honum var frekar fjarstæðukennt á þeim tíma. Aðalvandamálið var samt sem áður hversu alvarlega ég tók sjálfa mig. Ég átta mig á því núna að ég hefði átt að vera léttari í lund og hætta að reyna að vera eldri en ég var.”
Claire hefur hlotið Golden Globes verðlaunin fyrir leik sinn í Homeland þáttunum og verður spennandi að fylgjast með næstu seríu í vetur.
_________________________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig