Chris Hemsworth er í viðtali við nýjasta hefti karlaritsins GQ
…þar sem hann talar meðal annars um vöðvana og hvernig hann tekst á við sum kvikmyndahlutverk.
Beibið viðurkennir fúslega að líkamsbygging hans hafi tryggt honum nokkur hlutverk en hann segir einnig að fleiri atriði í eigi þátt í því að hann fái hlutverk -hann sé jú ekki bara kroppurinn!
Um karakterinn í Snow White an the Huntsman segir Chris hann vera týnda sál sem sé sólginn í vínið.
Hann segir að hann hafi snúið sér í hringi fyrir senurnar þar sem hann átti að vera fullur í myndinni og bætir við að það að snúa sér í hringi hristi verulega upp í öllu og láti þér líða eins og þú sért meira á lífi.
Hann var meira að segja farinn að gera það fyrir þær senur sem hann þurfti ekki einu sinni að leika sig fullan!
Takk fyrir heilræðið Chris 😉
Hér að neðan má sjá myndir af kyntröllinu í “vinnumannaútivistar” myndatökunni og einnig á rölti með konunni sinni Elsu Pataky og dóttur þeirra India Rose.
__________________________________________________________
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig