Fyrir fjórum árum, kvöldið sem Grammy verðlaunahátíðin var haldin mættu hvorki Rihanna né Chris Brown á hátíðina og það kom fljótt í ljós hvers vegna.
Chris hafði lagt hendur á söngkonuna og myndir af marðri og bólginni Rihönnu voru fljótar að birtast á veraldarvefnum. Atvikið kvissaðist út á rauða dreglinum og varð að aðalumfjöllunarefni kvöldsins. Rihanna og Chris mættust í réttarsal þar sem að hann var dæmdur í samfélagsþjónustu og Rihanna fékk nálgunarbann á hann.
Nú eru aðrir tímar og parið virðist vera byrjað aftur saman, Chris vill ólmur koma fram með elskunni sinni á hátíðinni til þess að sýna allri heimsbyggðinni ást þeirra og hamingju. Hann segir ef að Rihanna getur fyrirgefið honum þá geti heimurinn gert það líka. Chris segist vera breyttur maður og sé langt frá því að vera sá sem hann var fyrir fjórum árum síðan.
Framleiðendur Grammy hátíðarinnar hafa ekki enn gert samning við parið um að koma fram saman en þetta er afar viðkvæmt mál.
Þó gæti þetta aukið áhorf á hátíðina en ef þau kæmu fram saman eru eflaust margir sem myndi horfa á hátíðina og sjá flutning þeirra. Parið eyddi gamlárskvöldi og nýársdag saman en þau Twittuðu myndir af rúminu sem þau kúrðu í. Þau hafa verið dugleg að Twitta myndir með ýmsum getgátum um samband sitt en það virðist sem að parið sé opinberlega byrjað saman aftur og séu hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.
Ætli að Chris hafi náð að hemja reiðiviðbrögðin eitthvað á þessum fjórum árum? Það er aldrei að vita.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig