2012 er stórt leikár fyrir leikkonuna Charlize Theron. Hún leikur meðal annars illu nornina í “Snow White and the Huntsman” og í stórmyndinni “Prometheus” og prýðir leikkonan forsíðu InStyle í Ástralíu nú í júlí.
Leikkonan fékk fimm hraðaspurningar frá blaðamanni (eða konu) InStyle…
Hver er draumaprinsinn?
Það er bolabíturinn minn, Blue.
Hver er vonda stjúpmóðir þín?
Ítalskur gelato ís, hann bíður mín í frystinum heima hjá mér og öskar allar nætur borðaðu mig, borðaðu mig!
Töfralyfið þitt?
Mjög dýr Cabernet vínflaska.
Eilífa hamingjan þín?
Að gera það sem mig langar án þess að þurfa að útskýra það fyrir nokkrum manni.
Þegar þú óskar þér?
Þá er óskin persónuleg en ekki fagleg, ég óska góðrar heilsu og hamingju til allra þeirra sem ég elska.
HÉR er svo hægt að lesa fleiri skemmtilegar staðreyndir um Charlize Theron hjá People Magazine.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig