Leikkonan Charlize Theron og Michael Fassbender, meðleikari hennar í “Prometheus” eru á forsíðu tímaritsins W og óhætt að segja að myndirnar af þeim séu afar sérstakar.
Í viðtali í blaðinu kemur meðal annars fram að Charlize sé afar sátt við líkama sinn og finnist það ekker tiltökumál að taka þátt í kynlífssenu í kvikmynd -en meðleikarinn skipti einnig höfuðmáli. Það er gott að ná góðu sambandi við hann og enn sem komið hefur hún haft afar góða meðleikara sem smellpassi við hana.
Michael var ekki alveg viss hvernig hann ætti að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í myndinni sem er svokölluð “Sci-Fi” og gerist í geimnum. Hann ákvað að gera karakterinn sinn mannlegan en samt með smá “dass” af geimveru í sér. Einmitt. Hann fékk meðal annars innblástur frá sjálfum David Bowie.
Myndasyrpan af þeim er afar sérstök en Charlize klæðist meðal annars fatnaði frá Dior og er með skart frá Tiffani & Co. Michael klæðist fatnaði frá Viktor & Rolf Monsieur og fleirum.
Það var ljósmyndarinn Mario Sorrenti sem myndaði þau fyrir tímaritið og lesendur geta sjálfir dæmt um smekklegheitin eða smekkleysuna?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.