Brad Pitt er ofursvalur og sjóðheitur í myndaþætti sem gerður var fyrir tímaritið Interview…
…þar fer hann á smá trúnó með leikstjóranum Guy Richie, sem er m.a. frægur fyrir að vera fyrrverandi eiginmaður Madonnu, en hann leikstýrði Brad Pitt fyrir nokkrum árum í myndinni Snatch.
Í viðtalinu tala þeir m.a. um væntanlega mynd Brads, Killing Them Softly… en Brad er sagður eiga stórleik í henni. Smelltu HÉR til að sjá stiklu. Myndin hefur fengið verulega góða einkun á IMDB, alls 7.7 en hún var frumsýnd á Cannes.
“Myndin fjallar um leðurklædda harðnaglann Jackie Cogan (Pitt) sem vinnur í glæpaheimi Louisiana. Eftir að pókerleikur undir væng mafíunnar er rændur, þarf Cogan að rannsaka málið sem leiðir hann fljótt niður óvissar götur,” segir á Kvikmyndir.is
Okkur hlakkar til að sjá hana en þangað til… hér eru FRÁBÆRAR myndir af kyntröllinu Brad þar sem hann stillir sér m.a. upp sem hippi, 20’s sjéntilmaður og ofurtöffari…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.