Söngkonan Beyoncé hefur verið mikið í slúðurmiðlum undanfarið þar sem að margir vilja halda því fram að hún hafi sungið eftir upptöku við innsetningarhátíð forseta Bandaríkjanna.
Margir vilja meina að Beyoncé hafi tekið “live” upp daginn áður og hafi síðan hreyft varirnar eftir þeirri upptöku á innsetningarhátíðinni sjálfri en enginn frá hennar herbúðum hefur staðfest þær fréttir og Beyoncé hefur sjálf ekkert tjáð sig opinberlega um málið.
Einhverjir sérfræðingar hafa sagt að veðrið hafi ekki verið það besta til þess að syngja í beinni og því hafi verið ákveðið að taka sönginn upp daginn áður til vonar og vara.
Á sunnudaginn fer einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna fram eða Super Bowl.
Sá viðburður er úrslitaleikurinn í Amerískum fótbolta eða ruðningi og mun söngkonan koma fram í hálfleik en mikil spenna er fyrir flutningi hennar og það eru meira að segja sögusagnir á kreiki að Destiny´s Child muni koma saman og syngja nokkur af sínum vinsælustu lögum. Beyoncé, Michelle og Kelly hafa hinsvegar þverneitað fyrir það.
Söngkonan hefur verið dugleg að birta myndir af sér á æfingum á Instagram og Tumblr síðum sínum og miðað við myndirnar er meira en nóg að gera hjá henni og dönsurum hennar og það má búast við svakalegri sýningu.
Ef þú hefur áhuga á því að sjá Beyoncé syngja í beinni útsendingu, taktu þá góðan blund á sunnudaginn og stilltu síðan á ESPN og horfðu á hálfleikssýninguna.
Beyoncé mun koma fram um eitt eða tvöleytið á aðfaranótt mánudagsins á íslenskum tíma.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig