Árið 2012 verður stórt í lífi þeirra Beyonce og Jay Z en daman er sett í febrúar á næsta ári og mun þá parið eignast sitt fyrsta barn.
Beyonce og Jay hafa verið saman frá tvítugu en hún er þrítug á þessu ári. Söngdívan segir óléttuna hafa gersamlega breytt lífi sínu en nú sé kominn tími á barneignir hjá þeim:
“Mér finnst ég hafa hlotið mestu blessun sem Guð getur gefið nokkurri manneskju og fyrir það er ég mjög þakklát”.
Beyonce og Jay Z hafa verið gift síðan 2008 og ákváðu fyrir löngu að bíða með að eignast börn en þau hafa verið saman í tíu ár.
“Ég hef afrekað svo miklu fyrir sjálfa mig og ég þekki orðið sjálfa mig svo vel. Ég anaði ekki að neinu en núna er sannarlega rétti tíminn og ég er svo hamingjusöm.”
Áður en hún varð ólétt tók Beyonce sér árs hlé frá sviðsljósinu til að fara yfir líf sitt:
“Ég var einhvernveginn dofin og hálf týnd í þessu öllu. Ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því að ég þyrfti að taka mér pásu í eitt ár. Ég vissi heldur ekki að ég hafði ekki hugmynd um hvernig maður tekur sér pásu í eitt ár,” sagði hún og bætti við að pabbi sinn hefði séð um öll hennar mál frá því hún var tvítug en hann hefur alltaf verið umboðsmaður hennar.
“Að hitta hann ekki neitt allann þennan tíma var mikil breyting fyrir mig. Fyrst varð ég hrædd en svo gerði þetta mig bara sterkari,” segir pabbastelpan flotta.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.