Það þurfti auðvitað ekki að bíða lengi eftir því að David Beckham fengi sér einhverskonar húðflúr sem minnir á Harper litlu Seven, örverpið í fjölskyldu þessara fínu hjóna.
Að þessu sinni var það ekki risastór englamynd, Kristur eða neitt dramatískt í þeim dúr heldur lét hann einfaldlega setja nafn litu stelpunnar á bringuspjaldið. Harper. Flúrað með fallegri skrift, kannski svolítið eins og úr fjaðurpenna.
Hér má sjá afraksturinn þar sem stolti pabbinn spókar sig á vellinum eftir leik á milli LA Galaxy og FC Dallas.
HÉR er svo flott færsla sem Díana skrifaði um Beckham og tattúin.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.