Ekki lagast það hjá Ashton Kutcher. Það er ekki langt síðan við fengum fréttir af því að hann hefði verið að halda framhjá Demi Moore (48) á sjálfu sex ára brúðkaupsafmæli þeirra.
Nú heyrum við að stelpurnar sem hann hafði í takinu hafi verið TVÆR!
Að sögn slúðurpressunnar vestra endaði hann sukksama nótt á risastórri Hard Rock hótelsvítu með heitum potti og alles. Um klukkan fjögur var hann komin nakinn í pottinn með tveimur ljóskum frá San Diego þar sem hann var staddur.
Á meðan var Demi víðs fjarri að kynna eitthvað stuttmyndaverkefni.
Hvorki talsmenn Kutchers eða Leal (stelpunnar sem hann kelaði mest við) hafa viljað kommenta á þetta. Demi heldur sig mikið heima en bæði eru enn með hringana uppi.
Lestu meira um þetta stórmál HÉR.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.