Leikkonan Anne Hathaway prýðir forsíðu Vogue í desembermánuði en þar ræðir hún hlutverk sitt í Vesalingunum og nýja brúðarkjólinn.
Þráhyggjan hafði yfirhöndina
Anne þurfti að missa tæp þrettán kíló fyrir hlutverk sitt í “Les Misérables” eða Vesalingunum og hún segir að þyngdartapið hafi orðið að þráhyggju. Útlitið átti að vera eins og hún væri dauðvona og þegar hún lítur til baka á reynsluna í kringum þyngdartapið, þó hún sé ekki að dæma það á einn eða annan hátt, þá segir hún að þetta hafi verið mikil klikkun og svolítið úr sambandi við raunveruleikann. En það er einmitt þannig sem karakter hennar Fantine er í myndinni.
Hárið burt
Anne þurfti einnig að klippa brúnu lokkana sína fyrir hlutverkið. Hún skartar núna svokallaðri “Pixie” klippingu og segist elska hárið sitt enda geti hún farið í ræktina og verið enga stund að græja hárið ef hún þarf að fara eitthvað fínt eftir púlið. Kvikmyndin verður frumsýnd vestanhafs á jóladag eða þann 25.desember næstkomandi.
Að hanna með Valentino var algjör draumur
Valentino hannaði brúðarkjól leikkonunnar en hún fékk að þróa hann með honum. Þegar Anne bað hann að hafa slóðann þannig að hún gæti losað hann af varð hann hissa og sagði að þetta væri brúðarkjóll en ekki búningur!
Anne segir að þessi reynsla með Valentino sé eitthvað sem hún mun varðveita alla ævi, enda gefist svona tækifæri ekki á hverjum degi.
Hún segir Valentino hafa lesið hug hennar og hannaði brúðarkjólinn sem hana hafði alltaf dreymt um.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig