Mikil eftirvænting ríkir yfir kvikmyndinni Vesalingunum eða “Les Misérables” sem er væntanleg í bíóhús á næstunni en þar leikur Anne Hathaway eitt aðalhlutverkið.
Anne var í viðtali við tímaritið Harpers Bazaar en þar segir hún meðal annars að hún sé of mikil “vanilla” eða of góð og þegar fólk hitti hana út á götu þá vill það bara taka utan um hana en ekki fá mynd af sér með henni, það vilji bara fá smá knús og ást.
Hún segist ekki vera Rihanna, langt því frá hún er ekki svöl og í langan tíma hafi hún ekki verið kynæsandi heldur frekar “skrítin”. Anne hefur svo sannarlega sýnt fram á annað undanfarið en hún hefur verið dugleg að sitja fyrir á djörfum myndum í tímaritum til þess að keyra upp kynþokkann, og kannski er þetta líka bara hefðbundin leið til þess að auglýsa myndina betur? Þær eru iðnar í þessu leikkonurnar.
Anne er nýgift og mjög hamingjusöm. Þegar hún var að undirbúa sig undir hlutverk Fantine í Vesalingunum þurfti hún að biðja eiginmann sinn að fara því hann gerði hana of hamingjusama en Fantine er langt frá því að vera hamingjusöm og Anne þurfti á því að halda að vera langt niðri til þess að koma sér í karakter fyrir hlutverkið.
Árið 2012 var merkilegt hjá Anne því hún varð þrítug og gifti sig. Hana langar í börn en hún hefur þráð að eiga barn síðan hún var sextán ára gömul. Anne segist vilja eignast eitt barn sjálf og ættleiða fleiri þar sem að hún vilji eiga fullt, fullt af börnum eða eins mörg og hún hefur efni á að eiga.
Anne segir að börnin megi samt sem áður ekki vera of mörg því að hverju og einu þeirra verði að finnast það sérstakt og elskað.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig