Shiloh og Zahara Jolie-Pitt eru að breytast í litlar konur… eða þannig.
Mamma þeirra fór með stelpurnar, fimm og sex ára, að láta gata í þeim eyrun. Sú eldri, Zahara, varð fyrri til. Brást illa við götuninni og fór að gráta. Sagði litlu systur að þetta hefði verið eins og að láta hefta í sér eyrun sem gerði það að verkum að sú litla hætti við.
Mamma, Angelina Jolie, tók öllu vel þrátt fyrir að Shiloh hefði bakkað út úr manndómsvígslunni á ögurstundu og gaf báðum litlu stelpunum gjafir í verðlaun.
„Angelina gaf þeim báðum litlar gjafir svo þeim liði báðum eins og þær hefðu verið duglegar,“ sagði starfsmaðurinn sem gerði götin.
Leikarahjónin fögru dvelja nú með börnum sínum í London þar sem Pitt er við tökur á myndinni World War Z.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.