Angelina Jolie er týpan sem vill prófa allt og lifa lífinu til fulls. Það síðasta sem hún tók upp á að gera var að skrifa handrit og leikstýra mynd sem hún kallar “In the land of blood and honey”…
…eða Í landi blóðs og hunangs. Myndin er einhverskonar ástarsaga sem gerist í stríðinu í Bosníu og kemur í bíóin í Desember. Hún segir að eftir að hafa skrifað handritið hafi hún ekki treyst neinum nema sjálfri sér til að leikstýra myndinni svo hún lét bara vaða. Í löngu viðtali við Vanity Fair (sem þú getur lesið brot úr HÉR) segir hún m.a. frá þessari mynd, vinnunni í kringum hana og þá staðreynd að hún sé ekkert að flýta sér að giftast honum Brad. Hún tekur líka skírt fram að þau hafi aldrei gifst á laun og að hún sé hvorki ólétt né plani fleiri ættleiðingar.
Blaðið kemur í hillurnar núna í september og þá er auðvitað bara kósý að kíkja á næsta kaffihús og fletta…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.