Ein svalasta móðir heims, Angelina Jolie (36), tók flugmannsprófið árið 2005, aðallega til að heilla son sinn Maddox sem hafði þá gríðarlegan áhuga á flugvélum.
Um helgina bauð hún honum í smá flugtúr en mæðginin eru stödd á Englandi, nánar tiltekið í Hampshire.
Angelina var klædd í risastóran gráan maxi kjól, skó með fylltum hæl og einskonar blazer jakka á meðan en Maddox hélt fastataki um iPaddinn sinn.
Maddox er ekki fyrsti unginn sem fer með mömmu í flugferð. Shiloh, fimm ára, fór í smá túr með Angelinu á lítilli vél í fyrra en þegar Angelina bar tvíburana Knox og Vivienne undir belti árið 2008 flaug hún sjálf nokkrar ferðir!
Þegar Angelina fékk prófið árið 2005 sagði hún:
„Í hvert sinn sem Maddox sér flugvél verður hann alveg heillaður, ég hugsaði með mér að ef ég gæti raunverulega flogið flugvél þá myndi ég verða eins og súperman í hans huga.“
Flott mamma!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.