Enn er ekki vitað hvað dró Amy Winehouse til dauða en ljóst er að það voru ekki eiturlyf því engin ólögleg efni fundust í blóði Amy við krufningu.
Reyndar hafði hún drukkið talsvert af áfengi en það liggur ekki fyrir hvort það hafi haft áhrif á dauðsfallið.
„Skýrslur hafa staðfest að það voru engin ólögleg efni í blóði Amy þegar hún lést. Í niðurstöðum segir að hún hafi drukkið alkóhól, en ekki er vitað hvort það hafi spilað eitthvað hlutverk í dauða hennar,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldu Amy.
Elsku Amy… blessuð sé minning hennar.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.