Svakalegt ‘hype’ hefur átt sér stað í kringum hver muni leika Christian Grey 50 Shades of Grey bókunum en auðvitað verður gerð mynd eftir metsölubókunum.
Margt bendir nú til þess að kynþokkafulla vampíran úr True Blood, svíinn Alexander Skarsgard, komi til með að leika kappann dularfulla því ný auglýsing frá Calvin Klein er hreinlega eins og sena úr bókinni, hvort sem það er með ráðum gert eða ekki.
Líklegast má þó reikna með því að auglýsingafólkið á bak við tjöldin hafi ákveðið að ríða öldunni og nýta þessa hugaróra sem milljónir kvenna eru að sökkva sér í þessa dagana. Meira að segja litaskali auglýsingarinnar fyrir herrailminn Encounter er grátóna.
Í auglýsingunni sést dularfullur og guðdómlega fagur Alexander keyra í gráum bjarma upp að fallegri villu sem stendur við strönd, þar bíður hans saklaust ‘fórnarlambið’ heltekið af losta og eftirvæntingu. Hann er með fulla stjórn á aðstæðum og eðlilega enda þau í kossi.
Auglýsingin er hér… hvað heldur þú?
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Ur5SxJ5T86s[/youtube]
Reyndar hefur fjöldi leikara komið til tals sem Christian Grey, meðal annara þeir Ryan Gosling, Matt Bomer og Ian Somerhalder en okkur líst lang, lang, lang, lang best á nágranna okkar frá Svíþjóð. En ekki hvað?!
VILTU MEIRA? Smelltu HÉR til að skoða myndasafn með kyntröllinu fagra.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.