Yndið okkar hann Alexander Skarsgard og Kate Bosworth deituðu í tvö ár og létu marga komast að því þegar þau tilkynntu að þau væru hætt saman í júlí s.l.
Þau héldu sambandinu rosalega út af fyrir sig í öll tvö árin en þau kynntust við tökur á myndinni Straw Dogs sem verður tekin til sýninga í þessum mánuði. Í tveimur viðtölum við tímaritið BlackBook töluðu þau vel um hvort annað. Hann sagði t.d. að hún væri mikið, mikið meira en bara sætt smástirni í Hollywood og að þau hefðu átt mjög sérstaka reynslu saman við tökur á myndinni.
Kate var eiginlega meira upp með sér yfir honum. “Hann er svo góður og staðfastur og svo ótrúlega faglegur. Hann er líka með sjaldgæfa eiginleika sem einkenndu gömlu Hollywoodstjörnurnar, einskonar stjórn á aðstæðum og hægláta kyrrð yfir sér. Mér finnst ég svo frábærlega heppin að hafa fengið að vinna með svona manni.”
Eftir að þau hættu saman er hún byrjuð að ríbánda með Michael Polish en sá leikstýrir myndinni Big Sur sem hún vinnur við núna. Hann er hinsvegar enn single og nýtur þess í botn… jei! Bíbí líka!
Hér eru nokkrar sætar myndir af honum og nokkrar af gellunni. Fáránlega fallegt fólk… aðallega hann samt.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.