Breska fyrirsætan Anna Freemantle (32) segist ekki nenna að gera ekki neitt. Hún segist hafa gaman af að vinna og það var þessvegna sem hún dreif sig aftur á sýningarpallana aðeins 9 dögum eftir að hafa fætt son sinn Leo.
Anna segist aldrei hafa fundið fyrir því að óléttan væri eitthvað sérstaklega að stoppa sig af í því að gera það sem hana langaði að gera jafnvel þó að meðganga væri þögull og “privat” prósess.
“Ég er svo þakklát fyrir að hafa aldrei fundið fyrir neinum hindrunum vegna líkama míns,” segir hún í viðtali við DailyMail.
“Ég hef alltaf verið mjög aktív manneskja þannig að um leið og ég var búin að fæða barnið langaði mig bara að standa upp og fara út í göngutúr. Svo þakka ég góðum genum fyrir það að ég hafi ekki fengið neitt slit, og góðum olíum!”
Anna hefur unnið fyrir stærstu risana í tískuheiminum. Meðal annars Louis Vuitton, Versage og Valentino. Hún hefur líka ferðast um allann heiminn og setið fyrir í stóru tískuritunum. Fyrir fjórum árum kynntist hún svo eiginmanni sínum Jonathan (33) og þau búa nú í Edinborg í Skotlandi. Þar rekur hún meðal annars partýþjónustu sem sér um að skipuleggja trendý samkvæmi í borginni.
Hún skellir sér líka í sýningarstörfin en aðeins níu dögum eftir að drengurinn fæddist var hún komin á pallana fyrir hönnuðinn Jane Davidson sem starfar í Edinborg.
“Mér finnst börnin mín yndisleg og nýtt þess að eyða tíma með þeim en að eignast börn hefur ekki stöðvað mig frá neinu. Ég elska börnin mín en ég held að mér myndi byrja að leiðast ef ég hætti að vinna.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.