Eftir því sem ég eldist verður fortíðarþráin alltaf meiri. Það er ekki það að ég njóti ekki þess sem er í núinu eða að ég vilji að hlutirnir hefðu haldist óbreyttir til eilífðarnóns heldur það að ég vildi að ég hefði notið þess sem var enn betur vitandi hvað yrði seinna.
Þegar ég var yngri var ég algjört 90’s barn, ég lék mér í Super Mario Bros og Sonic the hedghehog, ég safnaði plastsnuddum, ég hef átt fleiri en einn krumpugalla í lífinu, ég var góð að poxa, ég átti skó sem blikkuðu, ég grét þegar Michael Jordan körfuboltamyndinni minni var stolið…næstum jafn mikið og þegar ég sá Múfasa og strákinn í “My Girl” deyja í bíó, ég man ennþá hvernig bragðið af tyggjóinu var sem fylgdi með Bart Simpson spjöldunum, fyrsta fullorðinsmyndin sem ég sá var “Four Weddings and a Funeral”, ég gekk í smekkbuxum í fullri alvöru og Reif í Sundur var að mínu mati hápunktur tónlistarmenningarinnar.
Það var á 10. áratug seinustu aldar sem ást mín á kvikmyndum hófst, aðallega vegna þess að ég bjó í litlum bæ og við vinirnir höfðum lítið annað að gera en að kíkja í bíó eða út á vídjóleigu (sem var líka hestamannabúð)…til að leigja nýjustu myndina, eða bara hvað sem var inni þá stundina. Þá kostaði bara 650 kr í bíó og að leigja eina nýja og eina gamla mynd kostaði 350kr. Það var líka þá sem ég veggfóðraði herbergið mitt með myndum af Leonardo DiCaprio og öðrum kvikmynda- og sjónvarpsstjörnum sem eru ýmist gleymdar í dag eða urðu að stórstjörnum að stærðargráðu sem engan óraði fyrir þá.
Um daginn skellti ég Forrest Gump í tækið til að endurupplifa gamla tíma og kom auga á kunnulegt andlit og ég varð að komast að því hvar þessi leikkona hafði leikið annarsstaðar. Í framhaldi að því fór ég svo að hugsa hvað hefði orðið um alla leikarana sem voru svo eftirtektarverðir á 10. áratugnum en hafa varla sést síðan þá?
Þannig fór um sjóferð þá… svo veit enginn hvað gerist í framtíðinni.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.