Hver man ekki eftir því þegar fyrsti smellur Britney hljómaði í útvarpinu árið 1999 og allir sungu með “Oh baby baby”!?
Þegar Britney kom fyrst fram á sjónarsviðið var hún afskaplega saklaus og sæt. Með tíkarspena í skólastelpubúning en fljótlega urðu magabolirnir áberandi “statement”.
Þar kom fyrsta feilsporið því ekki leið á löngu þar til hún varð æ ‘hjólhýsalegri’. Þetta var um svipað leiti og K-Fed kom til sögunnar. Svo varð Britney ólétt, fékk upp úr því fæðingarþunglyndi og allt fór í baklás í lífi hennar.
Í dag er Britney búin að koma lífinu í lag með hjálp fagfólks, fjölskyldu og góðra vina og lítur betur út en hún hefur gert í langan tíma. Söngkonan situr við dómaraborðið í “The X-Factor” og búin að standa sig vel, gefur víst Simon Cowell ekkert eftir.
Samt sem áður er eitthvað sem er ekki að ganga upp í fatastíl Britney.
Kjólarnir eru vanalega of stuttir, afskaplega þröngir og passa hreinlega ekki hennar vaxtarlagi. Ekki að hana vanti vöxtinn…Britney er hörkukroppur -það er alveg á hreinu enda lítur hún frábærlega út eins og ég skrifaði um hér.
Hún stundaði fimleika í mörg ár sem gefur henni íþróttamannslegan vöxt en mögulega er það bara stílistinn hennar sem stendur sig ekki nógu vel. Ef hún er þá með stílista?
Ég vona að Britney geri bráðum jafn jákvæðar breytingar á fataskápnum og hún hefur gert á lífinu enda alltaf svo gaman að sjá þegar stjörnurnar eru með vel heppnað ‘comeback’ eftir vesen og erfiðleika.
Hér að neðan má sjá myndasafn af Britney í gegnum árin. Augljóslega er sumt sem má betur fara meðan annað hittir betur í mark…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig