Breska söngkonan Adele var svo sannarlega með endurkomu ársins á Golden Globes verðlaunahátíðinni sem var haldin á sunnudagskvöldið.
Söngkonan vann í flokknum besta lagið fyrir lag sitt “Skyfall” sem er úr samnefndri James Bond kvikmynd. Adele átti greinilega alls ekki von á því að fá verðlaunin og var nánast orðlaus þegar hún kom upp á sviðið. Hún grínaðist þó með það að hún og besta vinkona hennar væru að fara út að skemmta sér í fyrsta skipti eftir barnsburð og þær væru búnar að flissa og hlægja allt kvöldið. Að lokum þakkaði hún kærastanum sínum fyrir að hvetja sig áfram og sendi líka kveðju til litla drengsins síns að lokum.
Það sem vakti þó athygli var svipurinn á Taylor Swift þegar Adele hélt ræðuna en söngkonunni stökk ekki bros á vör. Slúðurheimar vestanhafs gersamlega loga eftir þetta svipleysi hennar og finnst Taylor hálfgerður hrokagikkur. Það þarf greinilega að passa svipinn og brosa fyrir ameríkanana.
Jon Bon Jovi var einnig tilnefndur í þessum flokki en hann brosti sínu breiðasta þegar myndavélarnar beindust að honum á meðan Adele hélt þakkarræðuna sína.
Hér að neðan getur þú séð þegar Adele tekur á móti verðlaununum sínum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=De_X-63qTjE[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig