Fegrunaraðgerðir eru ekki eitthvað sem fólk ætti að fara út í án þess að hugsa málið vel og vandlega áður.
Oft kallar ein aðgerð á þá næstu og fyrr en varir upphefst útlitslegur vítahringur þar sem sjálfsmyndin kallar stöðugt á nýjar “lagfæringar” eða breytingar, oft í jöfnu hlutfalli við árin sem færast yfir. Kvenlíkaminn breytist eftir að kona gengur með barn og þá breytist um leið árangurinn sem hlaust af aðgerðum, hvort sem það eru varir, brjóst eða aðrir líkamspartar. Bjúgsöfnun, andvökunætur, teygð húð og þyngdaraukning eru meðal þess sem hefur áhrif á útlitsbreytingarnar.
Franska leikkonan Emmanuelle Beart kom nýlega fram í viðtali þar sem hún sagðist sjá eftir því að hafa farið í fegrunaraðgerð á vörum og vakti það töluverða athygli því fæstar stjörnur eru svo kjarkaðar.
Hér eru þó nokkrar til viðbótar sem hefðu frekar viljað sleppa þessu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.