Þrjár breskar leikkonur hafa nú risið upp á afturlappirnar og lýst því yfir að þær ætli sér aldrei að snerta hvorki bótox né sílikon.
Þetta eru þær Rachel Weis, Emma Thompson og Kate Winslet.
Í viðtali við Breska blaðið Telegraph sagði Kate fegrunaraðgerðir stríða gegn siðgæði hennar.
“Ég mun aldrei gefast upp fyrir þessu,” sagði Kate. “Þetta stríðir gegn siðgæði mínu og uppeldi og því sem ég tel vera náttúrulega fegurð,” sagði Kate og bætti við að þar sem hún væri leikkona hefði hún ekki áhuga á að “frysta” á sér andlitið.
Emma Thompson er sammála Kate en þær kynntust við tökur á myndinni Sense and Sensibility árið 1995. “Ég er ekki að fara að fikta eitthvað í mér,” segir Emma sem er 52 ára: “Nú gengur yfir eitthvað ömurlegt æsku-æði þar sem allir eiga að líta út fyrir að vera þrítugir þegar þeir eru sextugir.”
Rachel Weis, eiginkona Daniels Craig, lítur svo á að fólk verði einmitt fallegra þegar það heilsar ekkert upp á fegrunarlæknana: “Fólk sem lítur út fyrir að vera of fullkomið er ekki sexý eða sérlega fallegt.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.