SÚKKULAÐI -Við elskum það! Það gerir okkur hamingjusamar og léttir lund og við erum tilbúnar til að ganga langt til að fá ‘skammtinn’.
En þó súkkulaðið sé hollt þá er sykurinn það ekki. Ég er að breyta mínum matarvenjum og borða holla og fjölbreytta fæðu og forðast í lengstu löð sykur, hveiti og “vonda fitu”.
En súkkulaðiþörfin hverfur ekki og ég hef uppgötvað nýjar leiðir til að svala þörfinni án samviskubits. Mér finnast prótínstangir með “súkkulaði” ekki sérlega góðar (fyrir utan að í þeim er oftast sykur) og er því farin að búa mér til mitt eigið gotterí.
Kókoskúlurnar gömlu góðu sem ég lærði að gera í heimilisfræði 7 ára eru enn betri ef maður skiptir sykri út fyrir smá hunangi og reynir af komast af með eins lítið smjör og hægt er eða skiptir því út fyrir kókosolíu, -haframjöl, kakó, hunang og smjör,(eða kókosolía) rúllað upp úr kókos og látið harðna í ísskáp smá stund. Enn betra og hollari útgáfa er að búa til kúlur úr döðlum, kókosolíu, lífrænu kakó og kókos (til þess þarf matvinnsluvél).
Heimatilbúið hollt súkkulaðistykki:
Blanda döðlum, kakódufti og kókosolíu í matvinnsluvél, blanda hnetum að eigin vali saman við og hella á bökunarpappír, láta harðna í kæli og þá ertu komið með hollt súkkulaðistykki;).
Það er hægt að útfæra þetta og nota rúsínur í stað daðla og bragðbæta með rifnum appelsínuberki,vanillu, kanil eða piparmyntu eftir smekk.
Heitt kakó:
Sjóðandi vatn, kakódúft, smá hunang eða agavesýrop, fjörmjólkurdreitill og svo elska ég að bragðbæta með chilli! (kanil er líka góður)
Súkkulaðimús
Ef þú blandar saman kókosolíu, avókadó, banana, kakó og agave þá færðu dýrindis súkkulaðimús.
og þessa æðislegu uppskrift fann ég á netinu:
“Frönsk” Súkkulaðikaka
- 100g möndlur
- 100g kókosmjöl
- 200g döðlur
- 2-3 msk hreint kakóduft
- ½ msk hreint vanilluduft
- setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman
- súkkulaðikrem
- 1 dl kaldpressuð kókosolía
- 1 dl hreint kakóduft
- ½ dl agavesýróp
- 1 tsk alkaliveduft eða annað grænt duft (má sleppa)
Setjið kókosolíukrukkuna í skál með heitu vatni svo hún verði í fljótandi
Setjið síðan fljótandi kókosolíu, kakóduft, agavesýróp og alkaliveduft í skál og hrærið þessu saman. Hellið síðan yfir kökuna og setjið inn í frysti í 1-2 klst.
Ef þið sestjið alkaliveduftið út í súkkulaðið þá fer sýrópið mikið hægar út í blóðið og þá helst blóðsykurinn í betra jafnvægi. Ath að það kemur ekkert “grænt” bragð af súkkulaðinu við að setja duftið út í það.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.