Ameríkanar kunna án efa að gera góðan morgunverð og eru pönnukökurnar oft aðal uppistaða hans. Ég fann alveg ótrúlega bragðgóða uppskrift sem svipar til þeirra en er hægt að borða með mjög góðri samvisku þar sem að þær eru hollar og próteinríkar!
Innihald:
- 1 bolli haframjöl
- 1/2 bolli kotasæla
- 2 meðalstór egg
- 1/2 tsk vanilludropar
- 1/2 – 1 tsk kanill
- 1/2 tsk lyftiduft
- 1/2 bolli bláber (mega vera frosin)
- 2 tsk (eða meira eftir smekk) hunang, agave síróp eða hlynsíróp
- Kókosolía
Komið öllu haframjöli, kotasælu, eggjum, kanil, lyftidufti og vanilludropum fyrir í blandara og hafið hann í gangi þar til blandan er orðin að jöfnu degi. Smyrjið heita pönnu með smá kókosolíu og hellið deiginu á í jafnstórar pönnukökur (dugar í 3-4). Setjið nokkur bláber ofan á þær og snúið þeim við þegar þær eru orðnar gylltar. Bakið á hinni hliðinni og setjið á disk. Smyrjið hunangi eða agave/hlynsírópi á þær. Þeir sem vilja geta bætt vanillupróteini út í degið.
Borðið og njótið!
Ég mæli með pönnsunum í morgunmat/brunch snemma dags þar sem að þær eru orkumiklar og henta vel til þess. Alveg lygilega bragðgott!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com