Árið 1975 var konungur gömlu dansanna, Gunnlaugur Guðmundsson í nokkuð hressilegu viðtali hjá dagskrárgerðarmanninum „unga“ Helga P.
Gunnlaugur mætir þar teinréttur og glæsilegur til leiks.
Ef þú hefur ekki séð þetta stórkostlega viðtal þá er rétti tíminn núna.
Helgi: „Gunnlaugur þú hefur verið talinn af mörgum einn sá besti eða sá besti í gömlu dönsunum.“
Gunnlaugur: „Ég hef verið talinn það, einn sá besti líklegast.“
Helgi: Ertu öfundaður af þínum hæfileikum?
Gunnlaugur: „Já, það hafa margir ungir menn komið til mín og óskað eftir því að vera orðnir eins.“
Helgi: „Hvað var það helst að verkum sem gerði að þú þóttir bera af?“
Gunnlaugur: „Að ég væri þarna alveg teinréttur á gólfinu og liði áfram svona fallega með mína dömu.“
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.