HLUSTAÐU: Tónlistin umvefur lífið og gerir allt betra

3e6a00469fa008a9942d7b802eec9b15

Tónlist hefur alltaf verið eins og meðal fyrir mig sem að nærir sálarlífið. Sama á hvaða stað ég er í lífinu þá virðist góð tónlist gera allt betra.

Tónlistarsmekkur minn hefur breyst með árunum – kannski jafnvel þroskast örlítið. Nú hlusta ég mikið á djass sem truflaði mig örlítið áður. Ég byrjaði í kór hjá Tótu í Kópavoginum sem krakki en það gerði óneitanlega mikið fyrir mig. Tóta eða Þórunn Björnsdóttir er ein af þessum einstöku konum sem hefur mótað mig á lífsleiðinni. Henni á ég óneitanlega mikið að þakka.

Í kórnum lærði ég að trúa á sjálfa mig. Þar lærði ég að hlusta og eignaðist vini. Þar fékk ég sjálfstraust. Það mætti segja að þarna hafi farið fram einhvers konar undirbúningur fyrir lífið. Okkur var kennt að bera virðingu fyrir hvoru öðru og standa saman sem heild.

8f0bd42a4d89f38438c38149d237c00b

Getið þið ímyndað ykkur lífið án tónaflóðs? Tónlist tengir fólk saman, heldur minningum á lofti og eykur sköpunarkraftinn. Hún hefur að sjálfsögðu mismunandi áhrif á fólk. Hún grætir og kætir. Sumir sjá tóna í litum á meðan aðrir geta ekki sofið án tónlistar. Aðrir tjá sig einungis í gegnum tónlist. Slökunartónlist Friðriks Karlssonar hefur til að mynda svæft börnin mín síðan þau komu í heiminn. Ég sá hann eitt sinn á flugvelli og var hársbreidd frá því að þakka honum fyrir. Í staðinn kinkaði ég kolli og heilsaði honum eins og ég þekkti hann: „Blessaður“ – og gerði mig þar með að fífli…auðvitað.

1ed444c389a2b24bae56b46a7450be6f

Svo fyrir nokkrum dögum rakst ég á viðtal við undrabarn, Joey Alexander. Hann er aðeins 12 ára og spilar aðallega djasstónlist á píanó út um allan heim. Hann snerti mig með ótrúlegum hæfileikum sínum. Hér að neðan er brot af því hversu merkilegur hann er.

Njótið vikunnar og tónanna

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: HLUSTAÐU: Tónlistin umvefur lífið og gerir allt betra