ÓSKABÖND – falleg íslensk skartgripalína unnin úr íslenskum orkusteinum verður kynnt sérstaklega á Happy Hour á Icelandair hótel Reykjavík Natura í dag, föstudaginn 5. apríl kl. 17-19.
Skartgripirnir eru handunnir úr íslenskum orkusteinum, silfri, eðalmálmi, hrauni, kristöllum og skrautsteinum og er línan hönnuð af Hlín Ósk Þorsteinsdóttur.
Íslensk hönnun og handverk hefur undanfarið ár verið í öndvegi á föstudögum á Icelandair hótel Reykjavík Natura og er þáttur í að koma íslenskri hönnun og handverki á framfæri.
Að sögn Hlínar er hvert “Óskaband” einstakt og kemur í sérstakri gjafaöskju með lesningu um orkuna sem hver gripur býr yfir.
“Mikil orka er talin búa í steinum og margir telja að steinarnir hafi áhrif á okkur bæði á líkama og sál, t.d. jarðtengi okkur, verndi okkur fyrir rafbylgjum og hjálpi okkur að vera skipulögð” segir Hlín.
Nánari upplýsingar er að finna á www.oskabond.is.
Fallegt hjá Hlín og örugglega gaman að koma á Natura í dag, fá sér hressingu á góðu verði og skoða gripina.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.