Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk ákveður að gerast bloggarar og deila lífsreynslu sinni á vefnum. Blogg Karinu og Craig Waters er öðruvísi en gengur og gerist.
Karina og Craig létu langþráðan draum sinn um að eignast franskt óðalssetur rætast eftir margra ára leit að rétta húsinu.
Þau voru við það að hætta leitinni þegar sonur þeirra kom auga á 300 ára gamalt óðalssetur á netinu. Verktakar höfðu keypt það og ætluðu að breyta því í íbúðarhótel en fengu ekki leyfi fyrir breytingum á óðalssetrinu, Chateau de Gudanes.
Eignin hafði verið á fasteignamarkaðnum í 4 ár þegar hjónin urðu stoltir eigendur þess. Eftir kaupin þýddi svo ekkert annað en að skella sér í vinnugallann og taka til hendinni. Karina segir það æðislega upplifun að sjá húsið (sem hefur 94 herbergi) lifna við og að það geymi ýmsa falda fjársjóði.
300 ár ættu að geta sagt ævintýralega sögu!
Hér er vefslóðin fyrir vefsíðu óðalsins. Þar er hægt að fylgjast með framkvæmdum Karinu og Craigs í Frakklandi.
Hreint út sagt magnað!
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.