Flestir hollendingar eru ekkert að flækja málin þegar það kemur að hönnun eins og sjá má af þessu innliti á hollenskt heimili. Hér notast húsráðendur við náttúrulega liti; grár er í miklu uppáhaldi.
Það sem ég heillaðist þó mest af var stóllinn með gærunni og tré-óróinn sem er á milli barnarúmsins og stólsins í barnaherberginu en hægt er að stílfæra óróann eftir þínum smekk. Setja fugla, uglur, stjörnur, strumpa eða hvað sem þér/ykkur þykir fallegt á greinarnar -skemmtileg hugmynd ekki satt?
Myndir: Marjon Hoogervorst
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.