Talað er um að hægt sé að flokka andlitsföll í sex flokka: Sporöskjulaga, ferhyrnd, kassalaga, hringlaga, þríhyrningslaga og hjartalaga.
Sé tekið dæmi um hjartalaga andlitin er efri hlutinn; ennið og kinnbeinin hlutfallslega breiðari en neðri parturinn, þ.e. hakan er fíngerð og í spíss.
Stílistar ráðleggja oft konum með hjartalaga andlit ákveðna klippingu eða eyrnalokka sem breikka neðri hluta andlitsins og koma jafnvægi á hlutföllinn.
Hér eru nokkrar myndir af frægum leikkonum með hjartalaga andlit, allar eru þær með hárgreiðslu sem klæðir þeirra andlitsfall sérlega vel. Eins klæðir konur með hjartalaga andlit mjög vel að vera með knallstutt hár.
Þá eru hér hinar fínustu myndir af sniðugum og sérlega dýrum eyrnalokkum frá tískuhúsinu Bulgari. Eyrnalokkar með þessu lagi ættu að klæða flestar konur sem eru svo heppnar að hafa hjartalaga andlitsfall.
Að sjálfsögðu má síðan finna smart og ódýrar eftirlíkingar af svona djásnum í skartgripa- og tískuverslunum bæjarins:
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.