Það er alltaf sama kattavandamálið á Íslandi, alltof mikið af heimilislausum kisum sem enda oftast á Kattholti…
…sem betur fer hefur Kattholt verið til staðar í mörg ár en það vantar alltaf pening í Kattholt enda eru gríðalega margir kettir þar og fóðurverð og fasteignagjöld fara hækkandi.
Núna ríkir óvissa um rekstur Kattholts vegna fjárskorts sem er sorglegt þar sem það er alltaf fólk þarna úti sem hugsar ekki um dýrin sín.
En þeir sem vilja hjálpa kisunum geta hinsvegar styrkt Kattholt með því að kaupa þrjár litlar leikfangamýs í pakka á 1000 kr í verslununni Gæludýr.is eða á www.gaeludyr.is og þau senda meira að segja frítt heim, svo rennur söluverðið óskipt til Kattholts.
Pjattrófur eiga að vera góðar við dýrin okkar stór og smá.
Hér eru svo nokkrar sætar pæjur sem vilja hreinlega vera kisur:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.