Hits & Tits: Brjóstadúskar, áhættuatriði og allskonar töfrar á Húrra í kvöld!

Hits & Tits: Brjóstadúskar, áhættuatriði og allskonar töfrar á Húrra í kvöld!

hits & tits
Gleði og glens er grafalvarlegt mál. Stelpurnar verða samt ekki svona á svipinn í kvöld. Ó nei!

Gleði- og glensdúettin Hits & Tits stendur fyrir cabarett á Húrra í kvöld. Sérstakur gestur er Luminous Pariah, boylesque-listamaður frá Seattle sem er í Evrópureisu.

Hann Luminous kann sitt fag í kabarettfræðum.
Hann Luminous kann sitt fag í kabarettfræðum.

Fólk fer í föt (og kannski úr þeim), spilað verður á sög, brjóstahöld birtast á ólíklegum stöðum og svanir munu hefja sig til flugs. Áhættuatriði, töfrabrögð, brjóstadúskar og bassagrín.

Dúettinn skipa þær Margrét Erla Maack og Ragnheiður Maísól Sturludóttir en eins og fyrr segir mun sérstakur gestur taka þátt í þessum óheflaða kabarett. Það er Luminous Pariah, boylesque-stjarna frá Seattle sem er í Evrópureisu!
Að auki koma fram hinir ýmsu vinir Hits & Tits ásamt gestum frá Sirkus Íslands. Þetta verður einstakt skemmtikvöld sem allir eiga eftir að hafa frábærlega gaman af enda ekki daglega sem töfrabrögð og rauðvín mæta brjóstadúskum og kabarett í Reykjavík.
Húsið opnar kl. 20:30 og sýningin byrjar kl. 21. Miðasala er hafin á TIX og með því að smella hér geturðu splæst í miða og kannski komið einhverjum á óvart í leiðinni.

ATH: Sérfræðingurinn Lumi mun einnig standa fyrir stuttu burlesque- og boylesquenámskeiði í Kramhúsinu föstudaginn 11. mars. Nánar um það hér á Facebook.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest