Það eru fáir listamenn sem fanga fegurðarskyn pjattrófa á jafn sterkan hátt og listmálarinn Ray Caesar enda málar hann pjattrófur í allri sinni dýrð.
Ray Caesar er breskur málari sem flutti ungur til Kanada og hefur búið þar og starfað síðan. Hann er fæddur árið 1958 og flokkast undir það að vera ‘súrrealískur digital’ málari á fagmálinu.
Pjattrófurnar eru hlynntar listum enda elskum við og skrifum um allt sem gerir okkur og heiminn fallegri og auðgar andann. Ef það er eitthvað sem við aldrei fáum nóg af þá er það fegurð í öllum sínum birtingarmyndum. Spekingurinn Joseph Campbell sagði líka að konur væru skapandi í eðli sínu sem útskýrir hneigð okkar til lista:
“A woman is a creative creature of being while a man is a creature of doing“.
Kíktu á þessar myndir og endilega nýttu möguleikann á að stækka þær með því að smella á litla pílukassann sem birtist stundum efst í hægra horninu. Þetta er hreinasta dásemd – og gerir þig eflaust að listunnanda á einni nóttu.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.