Á dögunum fjölluðum við um alveg óhemju krúttlegt myndband sem var að gera allt vitlaust á YouTube (sjá hér).
Myndbandið er ótrúlega fallegt og sýnir á krúttlegan og vandræðalegan hátt hvað gerist þegar ókunnugt fólk kyssist í fyrsta skipti. Margir vildu að vísu meina að það væri hægt að sjá svipaðar aðfarir í miðbæ Reykjavíkur um hverja helgi en mér persónulega fannst þetta ekkert líkt, þó að það byggist kannski á því að ég hef verið fulla gellan í sleik á Ellefunni um miðja nótt og ég veit að það er ekkert krúttlegt við það…
Ég vil nota tækifærið og biðja gesti Ellefunnar formlega afsökunnar á djammsleiknum mínum og lofa í leiðinni að gera þetta aldrei framar!
Mér finnst þetta myndband ofboðslega krúttlegt en nú hefur hins vegar komið í ljós að það er ekki aðeins auglýsing fyrir föt heldur er hugmyndin líklega fengin að láni héðan:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=W7rm9B-YpE4#t=18[/youtube]
Hversu mikið eruð þið að elska manninn í röndóttu peysunni sem hefur greinilega farið á pós-námskeið áður en hann tók þátt í gerð þessarar stuttmyndar?
Munurinn á þessarri mynd og “First Kiss” myndbandinu er hins vegar sá að þarna eru raunveruleg pör en ekki ókunnugir að kyssast.
Eftir að “First Kiss” myndbandið fór í loftið og Facebook veggir um allan heim fylltust af annað hvort awww eða ewww yfir því sem þar fór fram fóru margir að gera “parody myndbönd til að gera grín af uppátækinu. Einn maður gerði hins vegar raunverulegt myndband til að finna út hvað gerist í raun og veru þegar ókunnugt fólk kysstist í fyrsta skipti.
Kobe Ilsen sem sér um belgíska þáttinn Volt fór út á götur Antwerpen og athugaði hvað myndi gerast, og dæmi nú hver fyrir sig um hvort að þetta sé jafn krúttlegt og auglýsingin sem yfirtók internetið á dögunum.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=gc3DsD7RpMc[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.