Stephen Wiltshire er fæddur 24.apríl 1974. Hann er greindur með einhverfu og hefur þá snilldargáfu að geta teiknað eftir minni allt sem hann sér í smáatriðum þrátt fyrir að sjá það aðeins einu sinni.
Stephen býr í London en hann er fæddur og uppalinn þar í borg. Þegar hann var þriggja ára var hann greindur með einhverfu. Hann talaði ekki og sama ár dó faðir hans í mótorhjólaslysi. Við fimm ára aldurinn byrjaði hann að tjá sig í gegnum teikningar og hafði einstaklega góða kennara sem leiðbeindu honum þannig að hann gat tjáð sig með því að teikna.
Þegar hann var aðeins átta ára gamall fór hann að teikna hús og öll smáatriði varðandi uppbyggingu hverfa. Allt sem hann sá gat hann teiknað, jafnvel þó hann sæi það aðeins í eitt skipti. Í dag á hann gallerý í London sem hann opnaði árið 2006 en hann hefur vakið heimsathygli fyrir sérgáfu sína enda myndirnar hreint út sagt ótrúlegar.
Í október 2009 dvaldi Stephen í New York í 6 daga. Hann fór með þyrlu yfir New York sem tók um fimmtán mínútur og eftir það settist hann niður og teiknaði New York eins og hann sá borgina þegar hann flaug yfir hana. Hann hefur einnig teiknað Róm og Tokyo eftir minni og á eflaust eftir að teikna nokkrar borgir í viðbót.
Hér má sjá myndband af þessu ótrúlega flotta afreki hans í New York:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bsJbApZ5GF0[/youtube]
Snillingur með rosalega flottan hæfileika!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.