Langar þig til að slá í gegn með eftirréttinn á jólunum? Þá skaltu kíkja á þetta..
Súkkulaðitré sem þú einfaldlega smellir á hvern disk eða í hverja skál með ísnum, frómasinum, súkkulaðikökunni eða ávöxtunum. Súkkulaðitrén gera hvern eftirrétt alveg ótrúlega flottan og það er eins og eftirrétturinn komi frá fimm stjörnu veitingarstað.
Mjög einfalt er að útbúa súkkulaðitréin þú einfaldlega þarft 150 – 300 gr af suðusúkkulaði (fer eftir því hversu marga þú ert með í mat)
- Hitaðu súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það bráðnar
- Kældu það þar til súkkulaðið er við stofuhita
- Settu súkkulaðið í rjómaspautu/kremsprautu og myndaðu tré með súkkulaðinu, best er að nota álpappír eða bökunarpappír undir.
- Smelltu þessu síðan í frysti þar til tréin eru orðin hörð
- Svo tekurðu þau úr frysti rétt áður en þú ætlar að bera fram eftirréttir og notar þau sem skraut
Einfalt og algjörlega æðislegt skraut sem klikkar ekki. Það sem er enn betra er að hægt er að búa tréin til fyrir jól og hafa þau tilbúin þegar jólin renna í garð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.