Halldór Laxness rithöfundur lét gera sundlaug í garðinn sinn við Gljúfrastein og það kom vel út. Merkilegt að fleiri íslendingar skuli ekki hafa fengið sér litla laug við heimili sín.
Ef ég hefði verið útrásarvíkingur þá er engin spurning að sundlaug hefði frekar orðið fyrir valinu en þyrla. Þyrla. Til hvers? Hugsa sér að geta byrjað og endað alla daga á sundsprett og börnin hefðu nú heldur betur gaman af þessu. En kannski er viðhaldið of mikið? Ætli það þurfi ekki svolítið af peningum og tíma bara til að halda lauginni hreinni og fínni?
Ég vafraði aðeins á netinu og fann nokkrar myndir af dásamlega fallegum heimilum og sumardvalarstöðum víða um heiminn. Auðvitað eru slíkar laugar algengar þar sem sumarhitinn er mikill líkt og við erum með okkar heitu potta hér í kuldanum en hönnunarlega séð koma litlar laugar líka alveg einstaklega fallega út við einfaldar byggingar. Ég veit að BM Vallá getur mótað steypulaugar eftir málum svo ef þú hefur plássið þá er þetta ekki svo fjarlægur draumur…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.