Fatahönnuðurinn Max Azria er franskur af Túniskum uppruna. Hann hannar fallegan fatnað ásamt fyrrum aðstoðarkonu sinni Lubov sem eftir að hafa neitað bónorði á fyrsta stefnumóti þeirra er nú hamingjusamlega gift honum og eiga þau eitt fallegasta og litríkasta heimili sem ég hef séð.
Ég held að ég geti ekki bent á einn hlut sem mér þykir ekki flottur á heimili þeirra í New York. Heimilið er skemmtilega samsett af hlýjum og köldum litatónum sem njóta sín í hverju herbergi en myndirnar segja meira en orðin.
Myndir úr tímariti Harpers BAZAAR.
Hér er fatnaður og myndband úr nýrri Vorlínu 2010 Herve Leger en hana hannaði hinn ofursmekklegi húseigandi Max Azria.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.