Snemma í morgunn, um klukkan 04:30 að íslenskum tíma, var Kate prinsessa flutt á sjúkrahús með hríðir, gengin viku fram yfir settan tíma. Síðan þá hafa engar fleiri fregnir borist af ástandi hertogynjunnar ungu en fréttamenn og mikill fólksfjöldi bíður nú átekta fyrir utan Saint Marie’s sjúkrahús í Paddington, London.
Mikil eftirvænting er á meðal almennings í Bretlandi og í raun hjá allri heimsbyggðinni eftir þessum frumburði Kate og Villhjálms.
Síðan þau gengu í hjónaband hefur mikið verið rætt um barneignir þeirra og hvenær vænta megi að næsti arftaki bresku krúnunnar komi í heiminn.
Ekki er vitað hvort kynið barnið er en þegar það fæðist mun það verða þriðja í röðinni til að taka við krúnunni, næst á eftir föður sínum Villhjálmi.
Þrátt fyrir að í dag sé heitasti dagur ársins í Bretlandi hefur það ekki stoppað mannmergðina sem streymir nú að Windsor höll. Þar bíður einnig Elísabet drottning sem sögð er afar spennt fyrir nýjasta barnabarnabarni sínu, en hún hefur mikið dálæti á bæði Villhjálmi og Kate. Það er því eflaust skemmtileg stemmning í höllinni í dag.
Gamalli hefð mun vera fylgt þegar barnið er fætt. Fæðingarlæknirinn skrifar undir staðfestingu að krúnuhafinn sé kominn í heiminn, sendiboði konungshallarnir fer með tilkynninguna að höllinni og festir hana á hliðið svo allir megi sjá. Það er því vel þess virði að bíða fyrir utan Windsor höll í dag enda söguleg stund að renna upp.
Öðrum gömlum hefðum verður þó ekki fylgt, eins og að forsætisráðherra Bretlands þurfi að vera viðstaddur fæðinguna. Auk þess hefur Villhjálmur fengið 2 vikna fæðingarorlof frá vinnu sinni en það hefur ekki tíðkast áður. Það má því segja að verið sé að uppfæra hefðir konungsfjölskyldunnar svo þær séu í takt við tímann.
Nú er ekkert annað í stöðunni en að bíða þolinmóð og vonast eftir að móður og barni heilist vel á seinustu metrunum.
Spennandi verður fylgjast með þessum litla einstakling vaxa úr grasi enda framtíðar þjóðarleiðtogi og arftaki bresku krúnunnar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.